Reikniverkfræði, MS, 120 einingar

Aðgangskröfur:

BS-próf í verkfræði, stærðfræði, eðlisfræði eða tölvunarfræði (reiknifræðikjörsviði) með meðaleinkunn 6,5 eða hærri. Að auki gæti þurft að uppfylla forkröfur sem Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild setur.

Tilhögun náms:
Fullt nám.
Námskröfur:

Ljúka þarf 120 einingum fyrir lokapróf. Skipulagt sem 2 ára nám. Námið er annaðhvort 90 einingar í námskeiðum og 30 eininga rannsóknarverkefni eða 60 einingar í námskeiðum og 60 eininga rannsóknarverkefni. Námskeiðin eru framhaldsnámskeið sem valin eru í samráði við umsjónarkennara. Ef teknar eru 60 einingar í námskeiðum skulu a.m.k. 30 einingar vera af námsbrautinni (námskeið merkt TÖL, HBV eða REI) og ef teknar eru 90 einingar í námskeiðum skulu a.m.k. 45 einingar vera af námsbrautinni (námskeið merkt TÖL, HBV eða REI).

Hæfniviðmið:
Skoða
Kennarar:
Skoða
Aðgangur að frekara námi:
Námið veitir aðgang að doktorsnámi.
Starfsréttindi (ef við á):
Að loknu meistaranámi geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra um að kalla sig verkfræðinga. Starfsheitið er lögverndað.