Alþjóðlegt nám í menntunarfræði, BA, 180 einingar

Aðgangskröfur:

Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf.

Tilhögun náms:
Fullt nám í þrjú ár
Námskröfur:

Ljúka þarf 180 einingum fyrir lokapróf. Námið skiptist í eftirfarandi hluta: Skylda: Almennur þekkingargrunnur og kenningar (80e), aðferðafræði (10e), sérhæfing í tungumáli að eigin vali (60e), lokaverkefni (10e). Frjálst val (20e) í HÍ eða í öðrum háskólum eftir samkomulagi. Námskeið í tungumálasérhæfingu innihalda kennslufræðihluta. Í sérhæfingu á menntun í alþjóðlegu samhengi er fengist sérstaklega við fjölmenningu og hnattræn viðfangsefni. Stúdentar stunda að jafnaði nám í eitt ár við háskóla erlendis og æskilegt er að þeir taki einnig vettvangsnám þar eða í þriðja landinu.

Hæfniviðmið:
Skoða
Kennarar:
Skoða
Aðgangur að frekara námi:
BA-gráða veitir rétt til að sækja um meistaranám.
Starfsréttindi (ef við á):
Á ekki við
Frekari upplýsingar um námsleiðina:

Inntaka í námið er annað hvert ár. Opið er fyrir umsóknir skólaárið 2019-2020

Sjá nánari upplýsingar um námið.